Rómantísk kreppa & útrás

Smá pæling:

Erum við þekkt fyrir að deyja ráðalaus eða hvað?
Mig hefur lengi langað til að blogga um Þessa rómantísku kreppu sem fólk tekur nú andköfum yfir, en ekki í þessum klassíska röfl stíl sem virðisr tröllríða samfélaginu. Slíkur er hljómgrunnur fyrir hávaða og væl að þjóðin telur sig vera líkama handa og fóta lausan. Er þar svo víðs fjarri sem hugsast getur.
Það gæti verið að skapast hið fullkomna ástand fyrr útrás íslendinga. í staðin fyrir að gefa upp öndina og fara að rífast um álveg eða hvern á að hengja eða ekki ættu menn að skoða allt það sem malað gæti gull í stöðunni. Ég nenni ekki að vera enn einn bloggarinn sem talar bara um dauða og drepsóttir, heldur sá sem leggur eitthvað til. Íslendingar eiga jú fisk og ál til útflutnings það vitum við en við eigum líka mikið meira. Við erum með gríðalega flotta sælgætisframleiðslu sem á fullt erindi inn á markaði erlendis, núna fæst íslenskd nammi fyrir slikk og ætti þar af leiðandi að vera auðveldara að selja það út en áður. Spurningin er sú hvort hugvit og áhugi séu til staðar? Þetta gæti skapað fleiri störf á íslandi og gjaldeyri inn í landið. Við höfum í einhverju mæli verið að flytja út íslenskt lambakjöt hvernig væri að setja meiri kraft í það? Svona er hægt að telja lengi og vonast eftir því að aðrar þjóðir fái svo matarást á okkur. Þá á ég auðvitað ekki við um þorramat. Við getum vel lang sitt lítið að mörkum sem til lengri tíma er litið mun gefa okkur meira jafnvægi. Það er til íslensk hönnun, bókmenntir, hátækni og hugbúnaðarger, lyfjaframleiðsla, stoðtækjavinnsla og svo ýmislegt fleira. Þetta er allt það sem við erum að gera nú þegar. Margt getum við síðan gert sem ekki enn er verið að gera hérna og flutt út. Við erum með landið fullt af kláru fólki, það er tími núna til að verð frumkvöðull og það er tími til að styðja við þá sem fyrir eru. Getum við þetta? Er leið út? Hvað haldið þið?

Það er mikilvægt að koma með hugmyndir að "nýrri" umræðu sem gæti svo virkað sem hvatning, eða Guð má vita. Nú ef ekki þá er alltaf hægt að horfa á silfrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband