Kvenna Mál

Ég var að opna póst um daginn og sá þar auglýsingu frá VR þar sem stóð eitthvað um að karlmenn hefðu 20% lengra sumarfrí en konur... nú af því þeir væru menn. Ég sem vill ekki láta bendla mig við rauðsokkur og aðra feminista því gjarnan er misjafn skilningur manna á þeim. Æ þið vitið þetta með útlitið.. goðsöguna um óháðu konuna sem rakar sig ekki undir höndunum.... ég er eitthvað viðkvæm fyrir því. Hinsvegar er ég öll með því að konur ættu að fá jafnt á við karla.. og reyndar kannski bara meira því við vitum það að án kvenna væri þessi neitanda heimur eins og ein græn ora baun við hlið sunnudags steikinni. Ég á við að það var ekki fyrr en konur fóru að hafa peninga til að ráðstafa sjálfar að hagvöxturinn jókst sem aldrei fyrr. Svo er það annað að þeir menn sem vinna hvað lengst og mest eru feður. Því að þeir eru með hærri laun en konur oftast nær og þess vegna er konan gjarnan heima eða búin fyrr. Nú ég velti fyrir mér.. ég sem fer á kaffihús með vinkonum mínum um miðjan dag og í ræktina og alles... væri minn maður ekki til í að hafa þetta svolítið sangjarnt og fá smá frítíma sjálfur... hitta strákanna og fara í golf eða eitthvað??

Æ þetta eru bara pælingar.. hvað finnst ykkur.....

ps. ég er auðvitað ekki að tala um að heilaskuðlæknrinn og póstburðarmaðurinn ættu að hafa sömu laun... þið vitið hvað ég á við.

kv. elma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Ég er femínisti, ekki með hár undir höndunum þótt það væri auðvitað í góðu :-) Mér sýnist þú bara vera femínisti líka, en þú ræður auðvitað hvað þú kallar þig.

Anna Pála Sverrisdóttir, 19.4.2006 kl. 01:03

2 identicon

Skohhh-Elma sæta og góða vinkona mín!!!
Auðvitað ertu femínisti. Og það er svoleiðis löngu komin tími á að þú viðurkenni það og áttir þig á því að það að vera feminísti snýst bara um eitt-femínisti er sá eða sú sem áttar sig á að jafnrétti kynjanna er ekki til staðar í samfélaginu og vill gera eitthvað í því.
þú og ég báðar eru femínsitar-og mikið fyndist mér ennþá betra að vera vinkona þín ef að þú bara bærir höfuðið hátt og segðist vera femínisti. Ruglaða fólkið má síðan halda og hugsa sitt-við vitum betur.

Knús og feministakossar
Sigurlaug-með rakaða handakrika, rakaða píku og fallega augnmálningu...og er samt femínisti-og stollt af því!!!

Sigurlaug (IP-tala skráð) 20.4.2006 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband