22.7.2009 | 12:16
Áróður
Þetta hljómar eins og frétt sem á að læðast inn í undirmeðvitund manna. "Það er alltaf sól í evrópusambandinu" eða eitthvað álíka.
Hægt að baða sig áhyggjulaus í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 15:12
Rómantísk kreppa & útrás
Smá pæling:
Erum við þekkt fyrir að deyja ráðalaus eða hvað?
Mig hefur lengi langað til að blogga um Þessa rómantísku kreppu sem fólk tekur nú andköfum yfir, en ekki í þessum klassíska röfl stíl sem virðisr tröllríða samfélaginu. Slíkur er hljómgrunnur fyrir hávaða og væl að þjóðin telur sig vera líkama handa og fóta lausan. Er þar svo víðs fjarri sem hugsast getur.
Það gæti verið að skapast hið fullkomna ástand fyrr útrás íslendinga. í staðin fyrir að gefa upp öndina og fara að rífast um álveg eða hvern á að hengja eða ekki ættu menn að skoða allt það sem malað gæti gull í stöðunni. Ég nenni ekki að vera enn einn bloggarinn sem talar bara um dauða og drepsóttir, heldur sá sem leggur eitthvað til. Íslendingar eiga jú fisk og ál til útflutnings það vitum við en við eigum líka mikið meira. Við erum með gríðalega flotta sælgætisframleiðslu sem á fullt erindi inn á markaði erlendis, núna fæst íslenskd nammi fyrir slikk og ætti þar af leiðandi að vera auðveldara að selja það út en áður. Spurningin er sú hvort hugvit og áhugi séu til staðar? Þetta gæti skapað fleiri störf á íslandi og gjaldeyri inn í landið. Við höfum í einhverju mæli verið að flytja út íslenskt lambakjöt hvernig væri að setja meiri kraft í það? Svona er hægt að telja lengi og vonast eftir því að aðrar þjóðir fái svo matarást á okkur. Þá á ég auðvitað ekki við um þorramat. Við getum vel lang sitt lítið að mörkum sem til lengri tíma er litið mun gefa okkur meira jafnvægi. Það er til íslensk hönnun, bókmenntir, hátækni og hugbúnaðarger, lyfjaframleiðsla, stoðtækjavinnsla og svo ýmislegt fleira. Þetta er allt það sem við erum að gera nú þegar. Margt getum við síðan gert sem ekki enn er verið að gera hérna og flutt út. Við erum með landið fullt af kláru fólki, það er tími núna til að verð frumkvöðull og það er tími til að styðja við þá sem fyrir eru. Getum við þetta? Er leið út? Hvað haldið þið?
Það er mikilvægt að koma með hugmyndir að "nýrri" umræðu sem gæti svo virkað sem hvatning, eða Guð má vita. Nú ef ekki þá er alltaf hægt að horfa á silfrið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 09:43
Að bera ekki ábyrgð
Foreldrar bera auðvita mestu ábyrðina, þetta byrjar allt hjá þeim. Hvað eru foreldrað að gefa börnum sínum að borða, maður fitnar ekki bara af því að loftið er eitthvað að breytast. Hvaða venjur eru í gangi á heimilum? Ég held að foreldrar séu sjáfir margir að bjóða uppá mikið af drasli á heimilum, þetta byrjar allt í innkaupsferðinni. Allar umræður um gos og djúsneyslu barna er sennilega vegna þess að þetta er aðgengilegt og í boði. Vatn þykir ekki drykkur lengur.
Þar sem foreldra eru svo úti í þjóðfélaginu þá taka þeir ákvarðanir um hvernig aðgengi börnin eiga að hafa þegar þau eru í skólum og íþróttum. Hefur einhver spáð í því afhverju það eru gossjálfsalar á víð og dreif um skólalóðir en nánast ekkert hægt að komast í vatn. Á sjúkrahúsum eru nammisjálfsalar það eina í boði osf.
Við verðum að hugsa svolítið hvað er í því sem við erum að kaupa. Velja skásta kostinn og kenna börnunum og oft okkur sjálfum að borða uppá nýtt. Breyta venjum. Svo er það að gera kröfu á aðgengilegri "hollari" fæðu og drykkjum. Stundum höldum við að einhver matur sé góður og hollur en hann er það svo alls ekki, eins og skyr sem er svo sykurbættur að það mætti fá sér súkkulaðistykki en koma svo út á sama stað.
Ég hvet fólk til að hafa opin huga fyrir að breyta venjum. Það erum við sem berum ábyrgð á börnum okkar.
Heimsmeistarar í megrun barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 20:18
Að hugsa lengra
Tillaga lögð fram í borgarráði vegna innflytjendamála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2007 | 17:27
Fleiri búðir - Minna úrval
Spilagleði ræður ríkjum á mínu heimili þessa daganna. Ég á þó í vandræðum með að fá fjölbreitt góð spil eins og maður fékk hérna áðurfyrr. Það voru til minni spil td. fyrr einn sem voru byggð á því að leysa allskyns þrautir, en í dag fynn ég þetta hvergi. Það eru allar búðir með nákvæmlega það sama. Þess vegna lá leið mín á Laugarveginn í spilabúðina einu sönnu en þá hafði einhver lappað upp á hana og nú er hún eins og allar hinar. Úrvalið minnkar um leið og samfélagið stækkar. Fleiri búðir færri vörur. Nú þarf ég að gera mér ferð til útlanda því ég er ekki mikill netshoper.
12.2.2007 | 20:07
Vinsæl getnaðarvörn
Bretar illa að sér í kynlífsfræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 17:44
Bókin fordæmir breytingarnar á sér sjálf
Sjaldan er rætt um biblíuna án þess að rökræða hana. Það er synd að hugsa til þess að þetta eitt stærsta verk bókmenntarsögunnar hefur verið breytt,bætt, skorið niður, bætt við og hagrætt eins og ekkert sé. Sem, þegar á langtímann er litið, er einstakt á sinn hátt líka og segir þónokkuð um trúarlega þróun í gegnum tímann. Það er þó vafasamt að halda að þessi þíðing sé eitthvað nær hinni upprunalegu biblíu en sú sem var þýdd 1912. Þegar öllu er á botnin hvolft þá er kannski best að lesa lokaorðin í opinberunarbókinni því þar stendur (samhvæmt 1981):
"ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók. Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádómsbókar þessarar, þá mun Guð taka hlut hanns í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók."
Biblía 21. aldarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2007 | 20:00
Byrlað eitur?
Heitar deilur um setrið sem Anna Nicole bjó í | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2007 | 10:20
Bankar og Stjörnubirtan
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 17:00
Skynsemi
Hef verið í þónkkurri pásu hérna og hef verið að velta fyrir mér hvort það sé skynsemi að halda úti bloggi?
Hvað finnst ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)