Færsluflokkur: Bloggar
22.7.2009 | 12:16
Áróður
Þetta hljómar eins og frétt sem á að læðast inn í undirmeðvitund manna. "Það er alltaf sól í evrópusambandinu" eða eitthvað álíka.
Hægt að baða sig áhyggjulaus í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 15:12
Rómantísk kreppa & útrás
Smá pæling:
Erum við þekkt fyrir að deyja ráðalaus eða hvað?
Mig hefur lengi langað til að blogga um Þessa rómantísku kreppu sem fólk tekur nú andköfum yfir, en ekki í þessum klassíska röfl stíl sem virðisr tröllríða samfélaginu. Slíkur er hljómgrunnur fyrir hávaða og væl að þjóðin telur sig vera líkama handa og fóta lausan. Er þar svo víðs fjarri sem hugsast getur.
Það gæti verið að skapast hið fullkomna ástand fyrr útrás íslendinga. í staðin fyrir að gefa upp öndina og fara að rífast um álveg eða hvern á að hengja eða ekki ættu menn að skoða allt það sem malað gæti gull í stöðunni. Ég nenni ekki að vera enn einn bloggarinn sem talar bara um dauða og drepsóttir, heldur sá sem leggur eitthvað til. Íslendingar eiga jú fisk og ál til útflutnings það vitum við en við eigum líka mikið meira. Við erum með gríðalega flotta sælgætisframleiðslu sem á fullt erindi inn á markaði erlendis, núna fæst íslenskd nammi fyrir slikk og ætti þar af leiðandi að vera auðveldara að selja það út en áður. Spurningin er sú hvort hugvit og áhugi séu til staðar? Þetta gæti skapað fleiri störf á íslandi og gjaldeyri inn í landið. Við höfum í einhverju mæli verið að flytja út íslenskt lambakjöt hvernig væri að setja meiri kraft í það? Svona er hægt að telja lengi og vonast eftir því að aðrar þjóðir fái svo matarást á okkur. Þá á ég auðvitað ekki við um þorramat. Við getum vel lang sitt lítið að mörkum sem til lengri tíma er litið mun gefa okkur meira jafnvægi. Það er til íslensk hönnun, bókmenntir, hátækni og hugbúnaðarger, lyfjaframleiðsla, stoðtækjavinnsla og svo ýmislegt fleira. Þetta er allt það sem við erum að gera nú þegar. Margt getum við síðan gert sem ekki enn er verið að gera hérna og flutt út. Við erum með landið fullt af kláru fólki, það er tími núna til að verð frumkvöðull og það er tími til að styðja við þá sem fyrir eru. Getum við þetta? Er leið út? Hvað haldið þið?
Það er mikilvægt að koma með hugmyndir að "nýrri" umræðu sem gæti svo virkað sem hvatning, eða Guð má vita. Nú ef ekki þá er alltaf hægt að horfa á silfrið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 09:43
Að bera ekki ábyrgð
Foreldrar bera auðvita mestu ábyrðina, þetta byrjar allt hjá þeim. Hvað eru foreldrað að gefa börnum sínum að borða, maður fitnar ekki bara af því að loftið er eitthvað að breytast. Hvaða venjur eru í gangi á heimilum? Ég held að foreldrar séu sjáfir margir að bjóða uppá mikið af drasli á heimilum, þetta byrjar allt í innkaupsferðinni. Allar umræður um gos og djúsneyslu barna er sennilega vegna þess að þetta er aðgengilegt og í boði. Vatn þykir ekki drykkur lengur.
Þar sem foreldra eru svo úti í þjóðfélaginu þá taka þeir ákvarðanir um hvernig aðgengi börnin eiga að hafa þegar þau eru í skólum og íþróttum. Hefur einhver spáð í því afhverju það eru gossjálfsalar á víð og dreif um skólalóðir en nánast ekkert hægt að komast í vatn. Á sjúkrahúsum eru nammisjálfsalar það eina í boði osf.
Við verðum að hugsa svolítið hvað er í því sem við erum að kaupa. Velja skásta kostinn og kenna börnunum og oft okkur sjálfum að borða uppá nýtt. Breyta venjum. Svo er það að gera kröfu á aðgengilegri "hollari" fæðu og drykkjum. Stundum höldum við að einhver matur sé góður og hollur en hann er það svo alls ekki, eins og skyr sem er svo sykurbættur að það mætti fá sér súkkulaðistykki en koma svo út á sama stað.
Ég hvet fólk til að hafa opin huga fyrir að breyta venjum. Það erum við sem berum ábyrgð á börnum okkar.
Heimsmeistarar í megrun barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2007 | 10:20
Bankar og Stjörnubirtan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2007 | 17:00
Skynsemi
Hef verið í þónkkurri pásu hérna og hef verið að velta fyrir mér hvort það sé skynsemi að halda úti bloggi?
Hvað finnst ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2006 | 00:16
Stjórnmál
Foreldrar eru hópur fólks sem er MJÖG upptekinn. Það heyrist ekki oft frá honum... þess vegna kannski búum við í jafn fjölskylduSlæmu umhverfi. Bara það að vera með börn á leikskóla kostar meira en að vera með í Háskólanámi. Nema hvað það er ekkert val með leikskólabörnin... ef þú ert blankur þá sendiru ekki börnin að vinna á Subway??? þú verður bara að borga. Við erum að tala um mörg hundruð þúsund á ári. Hafnfirðingar eru að borga hræðilega há gjöld fyrir sitt pláss... Það í bæ hefur ekkert verið rætt um lækkun á þessum gjöldum. Foreldrar leikskóla barna eru oftar en ekki að kaupa sitt 1x húsnæði.. með bíl og allann pakkann.. þið vitið. Það er siðlaust að rukka yfir höfuð fyrir þetta... Fólk vinnur svo mikið til að ná endum saman og borgar þeim mun meira í skatt. Þeir sem vinna hvað mest af Íslendingum eru feður!!! Ekki ungir barnlausir menn eða aðrir. Þetta fólk hefur ekki tíma til að vera sterkur þrýstihópur. Það þarf að koma með alvöru pressu á þessa pólitíkusa. Ég vil hvetja fólk í að láta í sér heyra. Einnig vil ég hvetja stjórmálamenn í Hafnarfirði og víða til að rúmlega koma til móts við foreldra leikskólabarna.
Kv. elma
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2006 | 23:38
Þekking
Hvað ætli það séu margir sem fá þekkingu sína úr auglýsingum. Ýmislegt um heilsuna og næringu... eins og það að maður egi að borða svona og hinsegin og þetta og hitt. Einnig að mjólkin sé allra meina bót þegar kemur að beinvernd. Við erum ekki að átta okkur á því að þetta er oftar en ekki bara bull. Ég meina það er ekki skemmtilegast að versla í Hagkaup. Til þess að geta unnið úr mjólkinni þurfum við að taka kalkið sem við annars geymum í beinunum. Þetta er algjörlega rangur miskilningur af verstu gerð að halda að mjólkin styrki beinin... Svo vitum við líka að fita er bæði góð og slæm... jurtafita er góð fyrir okkur en dýrafita er slæm. Nú mjólkurvörur eru DÝRAfita . En svo halda sumir að þeir séu ekki mikið að drekka mjólk.. en skoðaðu þetta... Þú færð þér smjör og ost oná brauð.. jafnvel sósur. Svo yogurt og skyr. Svo sósur og súpur. Pasta með osta eða rjóma sósum.. þið skiljið... svo fáið ykkur væna sneið af nautaeinhverju og... þið eruð búin að vera að borða belju allan daginn í öll mál. Þetta kalla sumir fjölbreytt fæðuval. Allt er gott í hófi. Fyrir utan þetta þá eru létt mjólkurvörur svo uppfullar af sykri að það jafnast á við að fá sér kókglas. Svo að lokum þá eru vaxtarhormónar í mjólkurvörum fyrir kálfa.... sem vaxa á nokkrum mánuðum frá 30kg og upp í 300kg. eða eitthvað í þá áttina.
Takk fyrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2006 | 14:05
Biðin langa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2006 | 11:48
Nálaprentari
Í dag hefur staðið yfir mikil leit af nálaprentara sem átti hér heima... grunur liggur á að ég hafi ekki séð notagildi í honum og látið farga honum. En svo hefur komið upp sú staða að núna, upp á líf og dauða, vantar þennan prenntara. Nálaprentari. Svo allur dagurinn mun fara í að hafa upp á einum slíkum. Annars er fundur kl. 6 og svo LOST í kvöld. Á morgun ætla ég að vona að ég komist í mitt langþráða hvítvín og humar´s þriðjudagskvöld á 101. Það styttir vikuna.
kv. elma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2006 | 01:05
Viðhaldið
Það er ágætt að hafa viðhald, ef maður þarf mikið að tjá sig eða sínar tilfiningar... Því ekki hef ég verið mjög trú mínum bloggsíðum.. sem eru núna þónokkrar. Það segir kannski bara það sem segja þarf um mig. Er frekar frjó og margslunginn (klofin) og þarf þess vegna að hafa eina síðu fyrir hverja vitleysu sem mér dettur í hug.
Læt þetta duga í bili
kv. ek
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)