22.1.2007 | 10:20
Bankar og Stjörnubirtan
Mikið verð ég hissa þegar fólk er að fara úr límingunum yfir skemmtunum bankanna. Enginn er þvingaður til viðskipta við neinn ákveðinn banka og hefur það val að skipta við annan banka sem getur boðið lægri þjónustugjöld og veislu með Geir Ólafs. Þetta með þjónustugjöldin og veislurnar er ekki endilega sama málið. Þjónustugjöldin eru svona há því við sættum okkur við þau og gerum ekkert í málinu. Auðvitað eru bankarnir ekki að lepja dauðann úr skel og þess vegna eru gjöldin svona há. Við borgum, megum ekki vera að því að spá í þessu fyrr en allt í einu eins og þruma úr heiðskíru lofti birtist augnlýsing á skjánum með þekktum leikara að óska þér gleðilegs einhverrs. Þá setur fólk samasem merki á milli. Ef ég væri að reka banka þá væri ég að gera hið sama. Þetta eru ekki bara bankar sem eru með há gjöld bara af því að við borgum bara og gerum ekkert í því. Vandinn liggur hjá okkum sjálfum, við borgum út um allan bæ svona gjöld sem eru vel smurð. En það er gott fyrir atvinnulífið að það séu peningar í umferð. Eða er það ekki? Þeir sem eru svona sjokkeraðir yfir þessu hafa val að vera í viðskiptum við aðra, eða geyma bara aurana undir koddanum. En svo er það nú bara það að maður vill alveg vera sá sem fær kveðju frá stórum stjörnum um jól og áramót og sennilega hafa flestir haft gaman af þessu öllu líka. Við höfum skapað þjóðfélag hérna sem gefur mönnum tækifæri á því að verða nokkuð vel efnaðir og það er af hinu góða. Eða er það ekki?
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.