13.2.2007 | 20:18
Að hugsa lengra
Þetta er áhugavert, sérstaklega í ljósi þess að stór hlut að vandamálum innflytjenda frá "opnuninni" síðasta vor snéri að þessum málum. Við munum að í haust voru börn sem ekki komust í skóla því þau höfðu ekki fengið kennitölu og biðin var nokkur. Að sama skapi komust foreldrar ekki í vinnu og skapaði það fleiri vandamál. Þar sem mikil uppbyggng hefur verið víða um land þá skiptir máli að geta haft í huga hversu mikilli fjölgun má gera ráð fyrir með innflytjendur í huga líka. Aukning á þjónustu svo sem leikskólum, skólum og heilsugæslu verður að fylgja með og gerist það ekki á einni nóttu. Það þarf að gera plön fram í tímann og þá þarf nokkurnvegin að vita hversu mikilli fjölgun megi reikna með. Því það getur verið jafn slæmt skipulag að sitja uppi með tómar byggingar eins og hitt.
Tillaga lögð fram í borgarráði vegna innflytjendamála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.