3.4.2006 | 14:05
Biðin langa
Löng virðist sú bið ætla að verða, biðin eftir sumrinu. Það er afskaplega fallegt að sitja inni hjá sér og hlusta á Tom Waits, drekka te og horfa á hlunkasnjókornin þyrlast um fyrir utan gluggann hjá sér. Allt svo hvítt og fagurt... og kalt. Þetta er stund sem venjulega fengi mig til að brosa í hjarta mínu af hamingju, en núna þegar svona langt er liðið á veturinn þá hefur þetta þver öfug áhrif. Það var ekki fyrr en lítill sólargeisli barðist við að komast í gegnum snjóþungann og beint í augun á mér að ég lifnaði öll við og vonleysið fór að minnka. Þið hafið kannski tekið eftir baráttu veturs og sumars, hita og kulda og allt það síðasliðnar vikur? En hvenar kemur sigurinn??.. hvenar er hætt að berjast?? Ef ég get þá ætla ég að vera á Fiji næsta vetur amk. eitthvað.
kv. elma
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.