3.4.2006 | 23:38
Þekking
Hvað ætli það séu margir sem fá þekkingu sína úr auglýsingum. Ýmislegt um heilsuna og næringu... eins og það að maður egi að borða svona og hinsegin og þetta og hitt. Einnig að mjólkin sé allra meina bót þegar kemur að beinvernd. Við erum ekki að átta okkur á því að þetta er oftar en ekki bara bull. Ég meina það er ekki skemmtilegast að versla í Hagkaup. Til þess að geta unnið úr mjólkinni þurfum við að taka kalkið sem við annars geymum í beinunum. Þetta er algjörlega rangur miskilningur af verstu gerð að halda að mjólkin styrki beinin... Svo vitum við líka að fita er bæði góð og slæm... jurtafita er góð fyrir okkur en dýrafita er slæm. Nú mjólkurvörur eru DÝRAfita . En svo halda sumir að þeir séu ekki mikið að drekka mjólk.. en skoðaðu þetta... Þú færð þér smjör og ost oná brauð.. jafnvel sósur. Svo yogurt og skyr. Svo sósur og súpur. Pasta með osta eða rjóma sósum.. þið skiljið... svo fáið ykkur væna sneið af nautaeinhverju og... þið eruð búin að vera að borða belju allan daginn í öll mál. Þetta kalla sumir fjölbreytt fæðuval. Allt er gott í hófi. Fyrir utan þetta þá eru létt mjólkurvörur svo uppfullar af sykri að það jafnast á við að fá sér kókglas. Svo að lokum þá eru vaxtarhormónar í mjólkurvörum fyrir kálfa.... sem vaxa á nokkrum mánuðum frá 30kg og upp í 300kg. eða eitthvað í þá áttina.
Takk fyrir
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála! Svo má ekki gleyma hakkinu. Hverjum þykir ekki hakk og spaghetti gott? Við höfum algjörlega verið heilaþvegin þegar kemur að mjólkinni því það er varla þverfótandi fyrir vörum með mjólk í. Svo klárum við dæmið með kúnni sjálfri annaðhvort á grillinu eða ...
Úfff....
Við getum auðveldlega fengið öll þau næringarefni sem sögð eru í mjólkinni annarstaðar frá og jafnvel nýtt þau betur þaðan. Máttur peninganna er mikill!!
Ásmundur R Richardsson, 4.4.2006 kl. 12:13
Það er líka staðreynd að beinþynning er mjög algeng í þeim löndum sem er mikil neysla á mjólkurvörum. En asíulönd og sum afríkuríki eru ekki að kljást við þetta, en þar er lítil sem engin neysla á þessum vörum.
Elma, 4.4.2006 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.