Ruglingur á Fæðingardeildinni

Ættingjar og vinir hittast við ýmis tækifæri.. sérstaklega fermingar og þá reynir á mannasiðina og kurteisina. Ég skef ofan af skoðunum mínum og þegi þegar á við. Margir þola ekki svona en ég get ekki staðist það að kunna vel við mig í þessu hópi fólks.. sem tengist manni ekki á nokkurn annan hátt en með bóðböndum.. og þau eiga að teljast sterk. Kannski er það rétt sem ávalt hefur verið sagt um mig, "að ég hafi verið ruglingur á fæðingadeildinni". Það þyrfti blóðprufi til að tengja mig við tetta fólk því það er vægt til orða tekið þegar ég segi að ég sé eins og sultublettur á hvítri drakt. Fólkið hittist.. en enginn talar við neinn.. þetta eru um 50 manns og allir bara háma í sig og fara.. ok auðvitað talar fólk en það er af því að það eru makar og vinir innan um sem kunna ekki þessa hefð að þegja. Ég var að vísu í fjölskyldu hitting hjá alveg óskyldu fólki og það var sko ekki setið á því nei nei. Ég sat við hliðinni á konu sem hafðu svo margt að segja að það jafnaðis á við matarlystina hennar...  og þegar hún talaði þá frussaði hún óspart yfir borðið.. ég þurfti að hafa mig alla við að forða kaffibollanum mínum áður en eitthvað gumms var komið í hann. Spennó

en ég vil óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar .. og munið að tala með lokaðann munninn.

kv. elma Karen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband