Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Að hugsa lengra

Þetta er áhugavert, sérstaklega í ljósi þess að stór hlut að vandamálum innflytjenda frá "opnuninni" síðasta vor snéri að þessum málum. Við munum að í haust voru börn sem ekki komust í skóla því þau höfðu ekki fengið kennitölu og biðin var nokkur. Að sama skapi komust foreldrar ekki í vinnu og skapaði það fleiri vandamál. Þar sem mikil uppbyggng hefur verið víða um land þá skiptir máli að geta haft í huga hversu mikilli fjölgun má gera ráð fyrir með innflytjendur í huga líka. Aukning á þjónustu svo sem leikskólum, skólum og heilsugæslu verður að fylgja með og gerist það ekki á einni nóttu. Það þarf að gera plön fram í tímann og þá þarf nokkurnvegin að vita hversu mikilli fjölgun megi reikna með. Því það getur verið jafn slæmt skipulag að sitja uppi með tómar byggingar eins og hitt.
mbl.is Tillaga lögð fram í borgarráði vegna innflytjendamála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvað er Diet í raun og veru?? (hrollvekja)

Hvað er Diet eginlega og hver er saga þess.. af hverju var farið að nota sætuefni?? Ein af aukaverkunum sætuefnisins er þyngdaraukning Hissa. Flestir hafa heyrt sögur um skaðsemi þess en ef svo er af hverju er það þá ekki tekið af markaði?? Í því landi sem menn fara gjarnan ofta í mál við mann og annan yrði sennilega faraldur í málsóknum á hendur þeirra sem nota sætuefnin í vörur sínar. Auglýsingar hafa talað  um að diet sé ekki fitandi en svo kemur í ljós að vitað hefur verið lengi að það er síður en svo. Einnig er þetta efni sem eitur í líkamanum okkar og veldur margskonar sjúkdómum.. eða eitrar líkaman og hann veikist. Það hefur verið gerð heimildarmynd um sætuefni og er sú mynd síður en svo vinsæl. RUV vill ekki sjá myndina, það er vegna þess að bæði mjólkursamsalan og Vífilfell auglýsa grimmt á þeim bæ. Þetta eins og allt annað snýst um peninga...

Ég verð sennilega með meira um þetta og fer ýtarlegra í málin seinna... bæði með gos, sætuefni og mjólkurvörur sem ég hef þegar talað um hér a blogginu.

 kv. elma


Stjórnmál

Foreldrar eru hópur fólks sem er MJÖG upptekinn. Það heyrist ekki oft frá honum... þess vegna kannski búum við í jafn fjölskylduSlæmu umhverfi. Bara það að vera með börn á leikskóla kostar meira en að vera með í Háskólanámi. Nema hvað það er ekkert val með leikskólabörnin... ef þú ert blankur þá sendiru ekki börnin að vinna á Subway??? þú verður bara að borga. Við erum að tala um mörg hundruð þúsund á ári. Hafnfirðingar eru að borga hræðilega há gjöld fyrir sitt pláss... Það í bæ hefur ekkert verið rætt um lækkun á þessum gjöldum. Foreldrar leikskóla barna eru oftar en ekki að kaupa sitt 1x húsnæði.. með bíl og allann pakkann.. þið vitið. Það er siðlaust að rukka yfir höfuð fyrir þetta... Fólk vinnur svo mikið til að ná endum saman og borgar þeim mun meira í skatt. Þeir sem vinna hvað mest af Íslendingum eru feður!!! Ekki ungir barnlausir menn eða aðrir. Þetta fólk hefur ekki tíma til að vera sterkur þrýstihópur. Það þarf að koma með alvöru pressu á þessa pólitíkusa. Ég vil hvetja fólk í að láta í sér heyra. Einnig vil ég hvetja stjórmálamenn í Hafnarfirði og víða til að rúmlega koma til móts við foreldra leikskólabarna.

Kv. elma


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband