16.4.2006 | 11:44
Páskaeggjagagnríni
Gleilega Páska gott fólk.. Hér kemur páskaeggjagagnríni og hvatningar .
Ég veit að allir verða duglegir að borða góðann mat og háma í sig páskaegin.. ég skora samt á fólk að tala fram spilin sem fólk hefur verið að fá í jólagjöf árum saman og nota þau við svona tækifæri... er alveg ótrúlega gaman!
En í annað mál.. við borðum MIKIÐ súkkulaði á þessu heimili og urði Freyja, Mona og Goa fyrir valinu að smakka...
nú Goa var alveg óvar tekið því umbúðirnar líktust svo NóaSíríus og í hamaganginum í versluninni þá greip ég 2 svoleiðis í misgripum.. en þau eru einfaldlega vond! Þó ég verði að viðurkenna að málshættirnir ættu einstaklega vel við þá sem fengu.
Nú Freyja var bara fínasta egg ekkert framúrskarandi en heldur ekki vont... bara fínast egg. Málshættirnir skildu ekkert eftir.
Monu eggið var hinsvegar mjög gott.. þetta var svona Ástaregg og verð ég að segja að málshættirnir voru bara frábærir í alla staði en þeir voru fjórir og var eins og samviksan væri mætt á ferð og svo hjartað hefði fengið blað og penna. En í fyrra fékk ég svona egg líka og það var alvveg ferlegt.. ekki gott. Í hitt í fyrra var það hinsvegar gott.. svo ég mæli með því að fólk kaupi það bara annað hvert ár .
kv. elma
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.